Kennaraskipti - heimsókn norskra kennara
21.03.2018
Dagana 12. - 14. mars fékk skólinn heimsókn frá tveimur norskum kennurum, þeim Reidun Hvattum og Marit Kleppe Egge frá Hadeland videregående skole. Heimsóknin var í tengslum við norræna tungumála og lestrarverkefnið „Norrænar nútíma- og glæpasagnabókmenntir“. Þær Reidun og Marit fengu leiðsögn um skólann og tóku þátt í kennslustundum í íslensku, dönsku og kynjafræði þar sem þær voru með innlegg um Noreg, um norska skólakerfið og norska unglinga. Þær sóttu einnig fyrirlestur um IT-teknik sem boðið var upp í tengslum við þemavikuna um fjórðu iðnbyltinguna.