"Loksins á Hjalteyri"
Útskriftarnemendur Listnámsbrautar VMA halda sýninguna „Loksins“ í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri núna um helgina, 20.
og 21. apríl. Sýningin verður opin klukkan 14-17 báða dagana.
Að sýningunni stendur 21 nemandi og mun hver og einn sýna afar fjölbreytt lokaverkefni sem nemendur hafa unnið að síðan í byrjun vorannar.
Frír aðgangur er á sýninguna og mun verða boðið uppá heitt kakó og bakkelsi. Minnt er á að vegna þess að engin
kynding er í húsinu er því beint til sýningargesta að koma vel klæddir til að geta notið sýningarinnar til fulls.
Eftirtaldnir nemendur sýna verkin sín :
Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Agla Guðbjörg, Anna Karen Eyjólfsdóttir, Elfur Sunna Baldursdóttir, Erna Hermannsdóttir, Guðfinna Gunnur Hafþórsdóttir, Guðmundur Ragnar Frímann Vignisson, Gunnar Jarl Gunnarsson, Heiðbjört Ýrr Guðmundsdóttir, Helga Dagný Einarsdóttir, Íris Björk, Jón Arnar Kristjánsson, Karen Erludóttir, Kristín Jónsdóttir, Lilja Huld Friðjónsdóttir, Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir, Sara Daníelsdóttir, Sigríður Pálmadóttir, Sigurður Heimir Guðjónsson, Snædís Birna Jósepsdóttir og Þórhallur Jóhannsson.
Með því að smella á neðangreindan hlekk er hægt að sjá nokkrar myndir af verkum á sýningunni.
http://www.myalbum.com/Album=LIAJZ66M