„Ungir Íslendingar og áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma 2. hluti“
Á árunum 2009 til 2011 tóku nemendur þriggja framhaldsskóla – VMA, MA og Flensborgarskóla í Hafnarfirði – þátt í viðamikilli rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Um var að ræða fyrri hluta rannsóknar en nú er komið að síðari hluta hennar.
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá íslenskum framhaldsskólanemum, 18 til og með 22 ára. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta ástæða sjúkdóma og dauða í hinum vestræna heimi. Með þessum sjúkdómum er átt við kransæðasjúkdóma, háan blóðþrýsting, heilablóðföll, æðaþrengsli í útlima æðum o.fl.
Rannsóknin tekur um 5-10 mínútur og fer fram í einrúmi. Eins og kom fram í kynningu og kynningarbréfi verður hæð og þyngd mæld, mittis- og mjaðmamál, blóðsykur, blóðþrýstingur verður mældur og einnig fengin blóðprufa þar sem blóðfita verður skoðuð.
Mælingar fara fram á skrifstofu skólahjúkrunarfræðings í C álmu dagana 23. - 27. janúar sem hér segir:
Mánudaginn 23. janúar: 08:15-12:00
Þriðjudaginn 24. janúar: 10:00-14:00
Miðvikudaginn 25. janúar: 11:30-15:00
Fimmtudaginn 26. janúar: 12:00-16:00
Föstudaginn 27. janúar: 08:00-13:00
Í síðustu viku voru læknarnir Arngrímur og Sandra stödd hér í skólanum að kynna rannsóknina og dreifa umslögum með kynningarbréfi, upplýstu samþykki og spurningarlistum. Hægt verður að nálgast umslög þá daga sem rannsóknin fer fram.