Fara í efni

"Víðhygli" vekur mikla umræðu

Á dögunum birtum við hér á vefsíðu VMA viðtal við Örnu Valsdóttur, kennara og brautarstjóra listnámsbrautar VMA, þar sem hún setti fram þá skoðun sína að í stað hugtaksins "athyglisbrestur" ætti mun frekar að nota nýyrðið "víðhygli". Því verður ekki á móti mælt að viðtalið við Örnu og þau sjónarmið sem hún setur þar fram hafa vakið mikla athygli og umræðu.

Á dögunum birtum við hér á vefsíðu viðtal við Örnu Valsdóttur, kennara og brautarstjóra listnámsbrautar VMA, þar sem hún setti fram þá skoðun sína að í stað hugtaksins "athyglisbrestur" ætti mun frekar að nota nýyrðið "víðhygli". 

Því verður ekki á móti mælt að viðtalið við Örnu og þau sjónarmið sem hún setur þar fram hafa vakið mikla athygli og umræðu. Meðal annars birti vikublaðið Akureyri vikublað á vefsíðu sinni greinina í heild sinni og þar tjáðu sig margir um efni hennar. Til fróðleiks birtum við hér þessi sjónarmið lesenda Akureyrar vikublaðs.
 

Sólveig Hannesdóttir
Athyglisverð grein og tímabær, og dásamleg.

Jón Óðinn Waage
Innilega sammála, Arna veit líka alveg hvað hún syngur.

Margrét Jónsdóttir
Svo mikið til í þessu hjá Örnu.

Hólmgeir Karlsson
Fróðleg grein. Við erum líka allt of gjörn á að reyna að láta alla passa í sömu forsteyptu mótin í stað þess að leyfa hverjum og einum að "móta sinn leir".

Arnfríður Arnardóttir
Já, þetta kallast ,,ný sýn'' í minni orðabók, Arna veit sko sínu viti.

Ingvar Sigurðsson
Margir hafa sagt við mig að ég sé með "athyglisbrest". Meira að segja börnin mín kalla mig Mr. ADHD. Ég hef aldrei verið sáttur við þetta orð (athyglisbrestur) en VÍÐHYGLI... það er sko bara allt annað mál.

Þorgerður Mattía
Ég hef einmitt verið mikið að velta vöngum yfir þessu. Áhugaleysi á ákveðnu sviði er kallað "athyglisbrestur" án þess að skoðað sé að hverju athyglin beinist. Ég tel líka að oft megi vekja áhuga með nýrri nálgun þar sem farið er út fyrir "kassann" ... víðhygli er gott orð.
Takk fyrir góða grein !!

Sunna Kristinsdóttir
Arna Vals er án efa með þeim betri kennurum sem ég hef haft. Ég hefði örugglega bara gefist upp á því tímabili sem ég var í VMA ef það hefði ekki verið fyrir hana og fleiri góða kennara þar.

Þórgunna Þórarinsdóttir
Ég er sammála. Þetta er miklu jákvæðara og betra orð.

Matthías Kristiansen
Víðhygli er fínt orð. Það sem Arna er að lýsa er sú ofureinbeiting sem ADHD-fólk getur sýnt því sem það hefur áhuga á, t.d. listsköpun, tölvuleikjum og ýmsu því sem ,, aðrir" kannski ekki festast jafn mikið í. Og ör hugsunin stuðlar að nýjum og óvæntum tengingum. (,,Það sem þú hugsar allan daginn, hef ég hugsað fyrir morgunmat".) Rýmisskynjun ADHD/Tourette-fólks er líka oft meiri og öðruvísi og því eru margir af bestu arkitektum heims með þessi einkenni, greind eða ógreind.

Ingimundur Stefánsson
Jákvætt orð en ekki neikvætt, líklegt til að auka sjálfstraust og styrk þeirra sem undir það falla. Nú þarf Arna bara að snara því yfir á ensku svo heimurinn njóti líka!

Axel Guðmundsson
´Wideminded´ is a literal translation of a term coined by an Icelandic artist, as an alternative for the term ADD. I think this term describes the kind of mind which the education and medical community has traditionally labelled ADD, only considering the positive aspects of being wideminded, rather than the negatives. Wide minded can be seen as the opposite of narrow minded, or simply interested in everything, rather than the one thing the teacher or parent wants us to be interested in. https://www.facebook.com/pages/Gifted-Dyslexic/110254925712738?ref=hl

Erla Einarsdóttir
Verð að fá að C/P þetta komment hjá þér Axel :)

Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Þetta er athyglisverð nálgun, ekki vandamáltengd sem er jákvætt.

María Sigríður Jónsdóttir
Arna, þú ert frábær!

Steinar Þorsteinsson
Vonandi hefst nú annarskonar umræða en sú einslita, neikvæða sem hingað til hefur yfirskyggt allt þegar rætt er um þetta ákveðna hegðunarmynstur, þar sem allir eru settir í sama básinn og allir fá sömu tegund af pillunni. Vonandi verður mark tekið á því sem Arna segir. Víðhygli er orðið sem við skulum nota. Það liggur ekki í augum uppi að það þurfi að finna upp lyf við einhverju sem er jákvætt. Flott Arna.

Kristín Aðalsteinsdóttir
Skemmtileg og gáfuleg pæling, Arna.

Anna Lilja Sigurðardóttir
Sammála Kristínu og sammála Örnu - athyglisbrestiur er ferlega neikvætt orð og misvísandi, hef ekki hugsað út í það fyrr.

Kristín Dýrfjörð
Frábært og gott að koma þessu hugtaki sem víðast.

Breki Design
Gaman að vita þetta.

Karen Linda         
Dásamlegt að sjá þessa nálgun. Svona eru góðir kennarar. Þeir/þær sjá styrkleika nemenda sinna og vinna út frá því.

Rósa Kristín Júlíusdóttir
Sammála þér Arna, þetta er íhugult og mikilvægt umræðuefni!

Signý Valdimarsdóttir
Frábært - ég er þá kannski bara víðhugul. JÁKVÆTT.

Svanhvít Aðalsteinsdóttir
Ég tek undir þetta!

Hólmfríður Jónsdóttir
Víðhygli er ágætisorð.
Fólk með athyglisbrest er oftast mjög sveimhuga en getur síðan á góðum dögum eða þegar áhugi er mikill náð að halda athyglinni.
Fólk verður þó að passa sig á því að rugla ekki saman athyglisbresti og áhugaleysi (þó að það geti stundum haldist í hendur).

Sveinbjörg Eyvindsdóttir
Mér finnst þetta mjög gott innlegg. Fallegt og lýsandi orð. Gæti einmitt vel átt við þá sem ná að einbeita sér í einhvern tíma að því sem þeir hafa áhuga á. Ég held samt ekki að það eigi við allar greiningar athyglisbrests. Athyglisbrestur sem skilgreindur er fyrst og fremst af áhugaleysi er í mínum huga eðlilegur.

Ragnhild Hansen
Það er mörg greiningin röng og svo við hvað er verið að miða, eitthvað raunhæft sem segir að allir skulu vera eins? Alls ekki!

Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Þú ert snillingur!

María Sigríður Jónsdóttir
Sammála þér Inga!

Jenný Karítas Steinþórsdóttir
Frábær grein, ég er henni svo sammála, hef þekkt ungmenni með athyglisbrest sem hafa mikla hæfileika á listasviði.

Hólmfríður Bjarnadóttir
Mæli með þessari grein !!

Katrín Jónsdóttir
Takk Arna, orð eru galdur og víðhygli er fallegt orð.

Sigurbjörg Pálsdóttir
Athyglisvert og jákvætt hjá Örnu.

Vala Ágústsdóttir
Athyglisvert - hér talar skynsöm kona með reynslu.

Lena Hákonardóttir
Athyglisbrestur eða víðhygli.

Jóhanna Sólrún Norðfjörð
Alveg sammála Örnu.

Guðrún Unnur Ægisdóttir
Hárrétt.

Laufey Bremer
SAMMÁLA!

Svandís Nína Jónsdóttir
Þó athyglisbrestur sé lýsandi í ákveðnum tilvikum (þ.e. þegar einstaklingur á að vinna eitt tiltekið verk) er víðhygli meira lýsandi fyrir ástandið almennt.

Jóhann Sigurgeir Jónsson
Flott orð!! En hvernig snýr maður þessu yfir á norsku...

Birgir Jóakimsson
We Shall Overcome.

Auður Ingibjörg Ottesen
Heyr, heyr.

Aðalsteinn Sigurgeirsson
"Þagalt og [víð]hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vera; glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana."

Gísli Baldvinsson
Gott orð og jákvætt.

Sigrún Ólöf Sigurðardóttir
Fróðlegt.

Pálmi Þór Ívarsson
Takk fyrir Arna.

Soffía Vagnsdóttir
Hvers vegna hefur þetta fallega orð ekki náð hingað vestur? Erum við svona einangruð? Elsku Arna mín, takk fyrir stórkostlega samvinnu á árum áður. Það máttu vita að ég sakna þín oft og hugsa oft til þín. Víðhygli er fallegt orð, jákvætt, gefur tilfinningu fyrir að sá sem nýtur víðhygli hefur eitthvað alveg sérstakt. Sá hinn sami og fram til þessa hefur "barist við" athyglisbrest. Hvort finnst ykkur hljóma betur??? Víðhygli skal það vera. TAKK ELSKU ARNA!

Guðný Katrín Einarsdóttir
Viltu góða kona koma þessa jákvæða viðhorfi sem víðast í samfélaginu. Skólakerfið er engan veginn að mæta þessu hæfileikaríka fólki. Þess í stað fá þau endalaus neikvæð skilaboð sem hefur alvarleg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Þessir krakkar/fólk eru miklir "superboltar" í víðum skilningi og þurfa að fá rými og aðstæður til að fá að þroskast.

Þóra Guðrún Grímsdóttir
Algjörlega sammála.

Sigurður Kristjánsson
Þetta er allrar athygli vert.

Jóhann Árelíuz
JA!

Maríanna Jónsdóttir
"Gamli"kennarinn minn er með þetta :) ég er þá komin með nýtt orð yfir sjálfa mig

Pétur Hauksson
Að vera haldinn athyglisbrest, er það sama og vera sveimhugi, Þorgerður Mattía.

Hjörtur Árnason
Gott og merkingarríkt orð. Hér með tek ég það í notkun. Takk Arna.

Úlfhildur Örnólfsdóttir
Hún er nefnilega ekkert svo vitlaus hún Arna Vals!

Sigríður Magnúsdóttir
Athyglisvert!

Gulla Sigurðardóttir
Það er nefnilega það!

Disa Haynes
Ég er bara alveg sammála henni!

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Takk.

Björgvin Kristinsson
LIKE.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Aldeilis fín nálgun og sýnir að það skal skoða öll (vanda) mál frá mörgum hliðum...stundum hreinlega gufa þau upp um leið og maður breytir sjónarhorninu eins og Arna gerir þarna...! Víðhygli er fallegt og lýsandi orð.

Selma Sigurbjörnsdóttir
Mæli með þessari grein!

Jónína Björk Hjörleifsdóttir
Flott orð, kann betur við það en athyglisbrest.

Óttarr Ingimarsson
Afar athyglisvert.

Ragnhild Hansen
Ég er svo hjartanlega sammála, hef aldrei verið sammála þessari athyglisbrestsgreiningu sem kemur frá þeim í stórum stil sem ekki hafa þolinmæði og miða allt við sjálfa sig og þannig eigi hlutirnir að vera, og ennfremur að þessu lyfjaáti sem þessir einstaklingar hafa þurft að hlýða fari að linna og er í mörgum tilvikum bæði óþarft og skaðlegt.

Halla Helgadóttir
Snilld, er víðhygli mögulega andstaðan við rörsýn sem svo margir temja sér af miklu kappi.

Bergljót Ben
Þetta finnst mér mjög athyglisvert.

Guðrún Hjörleifsdóttir
Athyglisvert.

Ásta Jenný Magnúsdóttir
Eða víðhyglisvert?

Pétur Hauksson
Víðhygli, hefur þetta orð merkinguna að vera alltaf sammála síðasta ræðumanni?

Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir
Alveg hægt að taka undir þetta. Sköpunargreinar auka einbeitingu nemenda.

Margrét Hafsteinsdóttir
Algjörlega sammála. Flott hjá Örnu.

Heiða Hrönn Theódórsdóttir
Fín grein, heyr, heyr.

Gyða Björg Elíasdóttir
Stórmerkileg grein og orðið mjög gott,"víðhygli", hugurinn fer vítt og breitt og listin er að hemja hann.

Halldór Jónsson
Ég var með of mikinn athyglisbrest til þess að geta lesið þessa grein.

Sigríður Jónsdóttir
Mér finnst þetta frábær grein og ég er hjartanlega sammála þessu.

Adolf Jónsson
Góð greining.

Arna Guðný Valsdóttir
Takk góða fólk fyrir jákvæð viðbrögð og áhugaverðar athugasemdir og Óskar Þór, Sirrý og VMA fyrir að koma þessu á framfæri. Takk Axel fyrir að snara hugtakinu yfir í "Wideminded" sem mér líst mjög vel á og Ingimundur fyrir að hvetja til þess. Ég myndi vilja eiga áframhaldandi samræður um svo margt af því sem þið bendið á og vona að grundvöllur skapist til þess. Hvert einasta barn (líka við fullorðnu börnin) á ótal lykla að eigin sjálfi og hefur alla hæfni til þess að virkja þá ef það fær rými og andlegt næði til þess. Bestu þakkir öll fyrir að sýna þessu áhuga.