23 lög bárust í Söngkeppni VMA 2013
Á hádegi í dag rann út frestur til þess að skrá sig í Söngkeppni VMA og bárust 23 lög í keppnina sem er ekki ósvipaður fjöldi og undanfarin ár. Jafnframt þurftu þátttakendur að skila inn þeim lögum sem þeir ætla sér að flytja í keppninni, sem mun fara fram fimmtudagskvöldið 7. febrúar nk.
Að sögn Jónasar Kára Eíríkssonar, formanns Þórdunu -nemendafélags VMA, eru framundan stífar æfingar þátttakenda. Lögin mega vera allt að sex mínútna löng, en þátttakendur mega hins vegar ekki mæta til leiks með eigin hljómsveit.
Framundan er sem fyrr áhugaverð söngkeppni, sem eins og fyrr er einn af hápunktunum í félagsstarfinu á hverju skólaári.
Í fyrra sigraði keppnina Jóhann Freyr Óðinsson Waage - Jói Óda (sjá meðf. mynd) og hann gerði sér síðan lítið fyrir og lenti í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna.