Afmælisárshátíð Þórdunu í Sjallanum 10. mars
Föstudagskvöldið 10. mars nk. efnir nemendafélagið Þórduna til 30 ára afmælisárshátíðar í Sjallanum á Akureyri.
Tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríks verður veislustjóri kvöldsins og um skemmtiatriðin sjá Dj Our Psych, Sprite Zero Klan, Herra Hnetusmjör og Páll Óskar Hjálmtýssin, sem mun sjá um að halda uppi fjörinu á dansgólfinu.
Matseðill kvöldsins eru tvennskonar:
Forréttir:
Sveppa risotto toppað með bakaðri hráskinku, klettasalatai og ferskum parmesan.
Vegan risotto toppað með sætkartöflufögum.
Aðalréttir:
Hægeldað jurtakryddað lamabalæri með blönduðu salati, bökuðum kartöflum og sæt kartöflubátum, rauðvínssósu og bernaise sósu.
Vegan Wellington, sætar kartöflur, rucola salat og chilli mayo.
Eftirréttir:
Heimagerð súkkulaðikaka með rjóma og berjum.
Vegan eplakaka
Húsið verður opnað kl.18:30 en borðhald hefst kl. 19:30.
Miðinn í hátíðarkvöldverðinn og á ballið kostar kr. 7.500 fyrir þá sem eiga aðild að Þórdunu. Á ballið kostar miðinn kr. 4.000. Fyrir þá sem ætla ekki að vera í kvöldverðinum en koma á ballið opnar húsið kl. 22:30 og ballið hefst kl. 23:00. Ath. að ölvun ógildir aðgöngumiðann á árshátíðina.