Fara í efni

Æfing fyrir brautskráningarathöfn

Þá styttist í síðasta viðburð annarinnar hjá okkur í VMA sem er útskriftin sem fer fram í Hofi laugardaginn 21. desember kl. 10.

Nemendur sem eru skráðir til útskriftar voru að fá tölvupóst um æfingu fyrir útskriftarathöfnina sem fer fram fimmtudaginn 19. desember kl. 12 í Hofi. ATH breytta dagsetningu. Æfingin tekur um það bil 30 mínútur og vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Nemendur geta tekið með sér 4-5 gesti á athöfnina á laugardaginn. Þau sem óska eftir að vera með fleiri gesti sendið tölvupóst á vma@vma.is. 
Þau sem verða ekki við útskriftarathöfnina og hafið ekki látið vita, endilega sendið töluvpóst á vma@vma.is eða á sviðsstjóra ykkar.
Hlakka til að eiga fallega stund með ykkur og ástvinum ykkar.
Sigríður Huld, skólameistari VMA