Áfangaval og brautarskipti fyrir haustönn 2023
27.03.2023
Áfangaval fyrir haustönn 2023 er opið í Innu frá mánudeginum 27.mars til föstudagsins 14.apríl.
- Leiðbeiningar um hvernig á að velja er hægt að finna hér.
- Upplýsingar um hvaða áfangar eru í boði er hægt að finna hér.
- Annarplön brauta er að finna Námið á heimasíðu skólans www.vma.is
- Leiðbeiningar um hvernig er hægt að óska eftir brautaskipti hér
Miðvikudaginn 29.mars kl. 9.30-10.30 og 12.00-13.00 verður áfangamessa í Gryfjunni. Þar geta nemendur kynnt sér þá áfanga sem verða í boði á næstu önn. Kennarar og deildir kynna sína áfanga og nemendur geta skoðað, spurt og fengið aðstoð. Námsráðgjafar og sviðsstjórar verða einnig á staðnum til að aðstoða.
Einnig er vakin athygli á því að nemendur geta óskað eftir brautarskiptum í gegnum Innu á sama tíma og áfangavalið fer fram í gegnum Innu. (sjá leiðbeiningar)
Sviðsstjórar, umsjónarkennarar, námsráðgjafar og brautarstjórar veita aðstoð við áfangaval á viðtalstímum.