Fara í efni

Afmælishátíð og opið hús - dagskrá

Hátíðisdagur í VMA í ágúst 2023
Hátíðisdagur í VMA í ágúst 2023

Eins og fram hefur komið nokkrum sinnum á heimasíðu skólans á þessu ári þá á VMA 40 ára afmæli. Það verður opið hús og hátíðardagskrá fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15-17. Formleg dagskrá hefst kl. 15:00 í Gryfjunni.

Tónlistaratriði
Hafdís Inga Kristjánsdóttir
syngur. Hafdís Inga útskrifaðist frá VMA í maí 2023 og var fulltrúi VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2021. Hún var í stjórn nemendafélagsin Þórdunu, söng við útskrift og tók upp VMA-lagið Akureyri ásamt JóaPé og Sprite Zero Klan, sem frumflutt var á árshátíð nemenda í mars 2024.

Ávörp
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
Ragnhildur Bolladóttir, teymisstjóri Mennta- og barnamálaráðuneyti
Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara og stúdent frá VMA 1991
Jasmín Arnarsdóttir, nemandi og kynningarstjóri í stjórn Þórdunu nemendafélags VMA 
Hálfdán Örnólfsson, kennari til 40 ára og fyrrum aðstoðarskólameistari, flytur ávarp fyrir hönd starfsfólks skólans

Tónlistaratriði
Hafdís Inga Kristjánsdóttir syngur.

Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á afmælisköku frá Brauðgerðarhúsi Akureyrar. 

Gestum er velkomið að ganga um og skoða lífið á námsbrautum skólans. Boðið verður upp á kvikmyndaveislu með myndum sem gerðar voru fyrir nokkrum árum af kvikmyndaklúbbi skólans sem kallaðist Filman. Hægt verður að skoða gömul skólablöð og myndasýningar. 

Við viljum hvetja velunnara og samstarfsaðila skólans, Akureyringa og nærsveitamenn, fyrrverandi nemendur og starfsfólk til að koma í heimsókn og fagna með okkur. 

Föstudaginn 30. ágúst kl. 16-18 verður móttaka í Gryfjunni fyrir núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans.