Fjölbreytt lokaverkefni nemenda á stúdentsprófsbrautum og sjúkraliðanema
Sú hefð hefur skapast að undir lok vorannar er efnt til svokallaðs lokaverkefnisdags þar sem nemendur á stúdentsprófsbrautum kynna lokaverkefni sín. Lokaverkefnisdagur var sl. föstudag. Umfjöllunarefni verkefnanna er afar fjölbreytt, allt eftir áhugasviði nemenda.
Að þessu sinni höfðu Kristjana Pálsdóttir, fagstjóri samfélagsgreina, og Ásbjörg Benediktsdóttir, fagstjóri í íslensku, umsjón með lokaverkefnisáfanganum og þær hlýddu á allar kynningarnar ásamt viðkomandi leiðbeinendum.
Nemendurnir eru á félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, viðskipta- og hagafræðibraut, fjölgreinabraut og íþrótta- og lýðheilsubraut. Nemendur á sjöttu stúdentsprófsbrautinni, listnáms- og hönnunarbraut, sýna lokaverkefni sín í Ketilhúsinu og verður sýningin opin til 16. maí nk.
Nemendurnir sem kynntu verkefni sín sl. föstudag eru:
Einar Freyr Þorleifsson - Kóralrifið mikla
Jóhann Jörgen Kjerulf - Þínar eigin lífverur
Þorkell Björn Ingvason - Geðlyf framtíðar
Kolfinna Jóhannsdóttir – Offita
Kolbrún Svafa Bjarnadóttir - Svarti dauði
Ívar Smári Björnsson - Þunglyndi ungmenna
Ninja Rut Þorgeirsdóttir - ADHD meðal barna
Erla Guðrún Hrafnsdóttir - Einhverfa og nám
Auður Lea Svansdóttir – Þekking fólks á lesblindu
Þórhildur Amalía Atladóttir - Mikilvægi hreyfingar aldraðra, farsæl öldrun
Agnes Fjóla Flosadóttir og Thelma María Heiðarsdóttir - Hlutverk foreldra í árangri í íþróttum
Ragnar Ingi Jónasson - Svefn
Heiðrún Júlía Gunnarsdóttir og Svava Rún Þórhallsdóttir – Miðjarðarhafsmataræðið
Katla María Kristjánsdóttir og Kristrún Lilja Sveinsdóttir - Áhrif íþrótta á þroska barna
Björn Torfi Tryggvason og Árni Haukur Þorgeirsson - Enska deildin
Davíð Már Almarsson - Apple
Örn Smári Jónsson - Úr ræsinu í stjörnunar. Er rapp eitthvað meira en tónlistarstefna?
Jóel Örn Óskarsson - Red Hot Chili Peppers
Hera Jóhanna Heiðmar Finnbogadóttir - Gætum við verið The last of us?
Júlíanna Ósk Halldórsdóttir og Marín Elva Sveinsdóttir - Markaðssetning á stafrænu formi
Ólöf Steinunn Sigurðardóttir og Eva Björg Halldórsdóttir - Ted Bundy
Álfheiður Una Ólafsdóttir - Manson gengið
Bryndís Eva Stefánsdóttir og María Björk Jónsdóttir - Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd og líðan ungra karlmanna
Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg - Áhrif dýra í lífi barna
Sjúkraliðanemar vinna einnig og kynna lokaverkefni sem þeir velja út frá sínu áhugasviði. Kynningar sjúkraliðanemanna voru líka sl. föstudag í VMA. Eitt verkefnið var kynnt í gegnum fjarfundabúnað frá Noregi. Inga Björg Ólafsdóttir og Hannesína Scheving, kennarar á sjúkraliðabraut, fylgdust ásamt sjúkraliðanemunum með kynningunum.
Sjúkraliðanemarnir eru:
Margrét Jóhanna Sigmundsdóttir – Alzheimer
Dagný Heiðarsdóttir og Andrea Regula Kell – Stóma
Ása Rut Birgisdóttir og Vigdís Aradóttir - Langvinn lungnateppa
ÁlfheiðurBjörk Hannesdóttir - Orsakir brjóstakrabbameins
Sigrún Harpa Baldusdóttir – Átröskun í nútíma samfélagi
Sunna Bríet Birgisdóttir – Parkinson
Marta María Imsland Margrétardóttir – Þvagsýrugigt
Embla Sól Haraldsdóttir – Hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir gerviliðsaðgerð
Soffía Karen Erlendsdóttir – Geðhvarfasýki
Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir – Bólgusjúkdómar í ristli