Ánægjuleg heimsókn leikskólakrakka af Tröllaborgum
Í gær, 17. apríl, fékk VMA ánægjulega heimsókn. Krakkar í eldri aldurshópnum á leikskólanum Tröllaborgum á Akureyri komu í skólann með kennurunum sínum og fengu innsýn í skólastarfið á þremur námsbrautum, sjúkraliðabrautinni, byggingadeildinni og rafdeild. Og að sjálfsögðu fengu nemendur að prófa eitt og annað og setja sig þannig í stellingar sjúkraliðans, smiðsins og rafvirkjans.
Það er alltaf jafn gaman að fá leikskóla- og grunnskólanema í heimsókn í VMA og fá tækifæri til þess að sýna þeim og segja frá því sem skólinn býður upp á. Og það er hreint ekki ólíklegt að einhver eða einhverjir af krökkunum á Tröllaborgum eigi einmitt eftir að velja að fara í verknám þegar þar að kemur, hvort sem er á einhverjum af þessum þremur námsbrautum eða einhverjum öðrum.
Tröllaborgakrakkar, takk fyrir heimsóknina!