Áróðursdagur og nemendaráðskosningar
Í dag, 25. apríl, hafa verið áberandi á göngum skólans og í Gryfjunni auglýsingar frá frambjóðendum vegna kosninga í trúnaðarstöður í Þórdunu og Leikfélagi VMA, sem fram fara á morgun og miðvikudag. Enda er þessi dagur kallaður Áróðursdagur - og það er beinlínis ætlast til að frambjóðendur noti daginn vel til þess að kynna sig og fyrir hvað þeir standa. Og það hafa þeir sannarlega gert, m.a. hafa sumir frambjóðendur boðið nemendum og starfsfólki upp á ýmislegt góðgæti, m.a. nýbakaðar pönnukökur og smákökur. Áróðursdagurinn hefur því verið ein allsherjar kaloríusprengja!
En svo tekur alvaran við á morgun og miðvikudag þegar nemendur ganga að kjörborðinu í Gryfjunni og kjósa fulltrúa sína til þess að leiða félagslífið í VMA á næsta skólaári. Að sögn Emblu Björk Hróadóttur í kjörstjórn verður hægt að kjósa í Gryfjunni kl. 09:00 til 15:30 báða dagana.
Frambjóðendur eru:
Formaður Þórdunu:
Steinar Bragi Laxdal
Varaformaður Þórdunu:
Ásta Sóley Hauksdóttir
Sara Dögg Sigmundsdóttir
Eignastjóri Þórdunu:
Sveinn Sigurbjarnarson
Kynningarstjóri Þórdunu:
Sandra Hafsteinsdóttir
Gjaldkeri Þórdunu:
Halldór Birgir Eydal
Ritari Þórdunu:
Hafdís Inga Kristjánsdóttir
Skemmtanastjóri Þórdunu:
Mikael Jens Halldórsson
Meðstjórnendur Þórdunu:
Maríanna Vilborg Hjálmarsdóttir
Gunnlaugur Geir Gestsson
Formaður Leikfélags VMA:
Alma Jahida Klörudóttir
Örn Smári Jónsson
Varaformaður Leikfélags VMA:
Aþena Marey Ingimarsdóttir
Svavar Máni Geislason
Markaðsstjóri Leikfélags VMA:
Emma Ósk Baldursdóttir
Hanna Lára Ólafsdóttir
Meðstjórnandi Leikfélags VMA:
Ólöf Alda Valdemarsdóttir