Bókajólatré á bókasafninu
12.12.2016
Á haustönn hefur verið bókamarkaður á bókasafni skólans þar sem seldar hafa verið gegn vægu verði bækur sem safnið hefur ekki lengur not fyrir. Þessi nýbreytni á bókasafninu hefur fengið prýðilegar viðtökur og bæði starfsfólk og nemendur hafa keypt fjölda bóka. Og ágóðinn af bókasölunni hefur nú verið nýttur til bóka- og tímaritakaupa, en hann dugði til innkaupa á fjórum tímaritum og átta nýjum bókum, sem munu nýtast bæði nemendum og starfsfólki skólans vel.
Bækurnar sem ekki gengu út á bókamarkaðnum í haust fengu veigamikið hlutverk, því þær voru nýttar í jólaskreytingu bókasafnsins í ár.