Fara í efni

Bót og betrun frumsýnt í kvöld!

Franz Halldór Eydal og Örn Smári í Bót og betrun.
Franz Halldór Eydal og Örn Smári í Bót og betrun.

Leikfélag VMA frumsýnir í kvöld farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney. Hörður Sigurðarson þýddi leiktextann. Leikstjóri er Saga Geirdal Jónsdóttir. Sýnt verður í Gryfjunni í VMA.

„Það er bara ótrúlegt að þetta ferli sé að klárast og komið sé að frumsýningu. Ég get ekki annað en verið stoltur af ferlinu og öllum þeim sem að þessari sýningu koma og ég er mjög spenntur að fá áhorfendur í salinn og sýna þeim afrakstur okkar vinnu. Ég hef lengi átt mér þann litla draum að taka þátt í uppfærslu á farsa og nú er hann að verða að veruleika. Mér vitanlega er þetta í fyrsta skipti sem Leikfélag VMA setur upp farsa og í því felst töluverð áskorun því farsinn er krefjandi form leiklistar. En nú er komið að því og við sem tökum þátt í þessu erum spennt að sýna fólki hvað VMA getur gert,“ segir Örn Smári Jónsson, formaður Leikfélags VMA og einn af leikurunum tíu sem fara með hlutverk í Bót og betrun.

Bót og betrun fjallar um Erik Swan sem eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni grípur til þess ráðs að svíkja peninga út úr kerfinu á mjög svo vafasömum forsendum. Hann flækist óþægilega mikið í lygavefnum sem hann hefur spunnið og horfir fram á að spilaborgin hans hrynji með látum.

Leikarar í sýningunni eru:

Örn Smári Jónsson
Franz Halldór Eydal
Katla Snædís Sigurðardóttir
Hanna Lára Ólafsdóttir
Sigríður Erla Ómarsdóttir
Hemmi Ósk Baldursbur
Sigrún Karen Yeo
Ingólfur Óli Ingason
Guðmar Gísli Þrastarson
Svavar Máni Geislason
 
Í baksviðssveitinni eru m.a.:
 
Eyrún Arna Ingólfsdóttir (ýmis verk)
Tumi Snær Sigurðsson (ljós- og hljóðhönnun)
Fenrir Frost Orra (tækni)
Guðrún Karen Sigurðardóttir (búningar)
Þórunn Eva Snæbjörnsdóttir (búningar)
Svanbjörg Anna Sveinsdóttir (búningar)
Birna Karen Sveinsdóttir (búningar)
Aþena Marey Ingimarsdóttir (sviðsstjóri og smink)
Daníela Líf Richter (smink)
Embla Guðrún Sigfúsdóttir (smink)
Anna Birta Þórðardóttir (hárhönnun)
Katrín Róbertsdóttir (hár)
Helgi Valur Harðarson (sviðsmynd)
Nemendur á annarri önn í húsasmíði (sviðsmynd)
 
Sem fyrr segir verður frumsýning í kvöld í Gryfjunni og hefst hún kl. 20:00. Húsið verður opnað kl. 19:30 - gengið inn að austan. 
 
Næstu sýningar verða:
Laugardagur 4. febrúar klukkan 20:00
Föstudagur 10. febrúar klukkan 20:00
Laugardagur 11. febrúar klukkan 20:00