Brautskráning 118 nemenda 20. desember
Haustönn lýkur formlega með útskrift 118 nemenda í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 20. desember kl. 17:00. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari flytur útskriftarræðu, tónlist verður flutt o.fl.
Verkmenntaskólinn á Akureyri útskrifar nemendur í lok bæði haust- og vorannar.
Sem fyrr segir útskrifast 118 nemendur að þessu sinni. Nú útskrifast nemendur í fyrsta skipti af annars vegar málmsuðubraut og hins vegar rafeindavirkjun. Útskriftarnemar skiptast svo á námsbrautir:
Stúdentar af náttúrufræðibraut - 9
Stúdentar að lokinni íþróttabraut eða sjúkraliðanámi - 11
Sjúkraliðar - 4
Stúdentar af félagsfræðabraut - 14
Stúdentar af viðskipta- og hagfræðibraut - 3
Stúdentar af listnámsbraut - 18
Stúdentar í fjarnámi - 6
Meistaranám - 7
Háriðn - 10
Bifvélavirkjun - 1
Stálsmíði - 1
Vélstjórn - 3
Húsasmíði - 1
Málmsuðubraut - 10
Rafeindavirkjar - 8
Rafvirkjar -10
Stúdentar að loknu iðnnámi - 2