Fara í efni

Brautskráning í Hofi á morgun

Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi.
Brautskráningin verður í Menningarhúsinu Hofi.

Brautskráning VMA verður á morgun, laugardaginn 28. maí, í Menningarhúsinu Hofi og hefst athöfnin kl. 10:00. Að þessu sinni verða brautskráningarnemendur 121.

Að vanda eru brautskráningarnemendur af hinum ýmsu brautum skólans:

Stúdentsprófsbrautir:
Sjúkraliðar – 6
Stúdentspróf að loknu sjúkraliðanámi – 1
Félagsfræðabraut – 14
Íþróttabraut – 3
Listnámsbraut – hönnunar- og textílkjörsvið – 2
Listnámsbraut – myndlistarkjörsvið – 7
Náttúrufræðibraut – 10
Viðskipta- og hagfræðibraut – 5
Samtals: 48

Verk- og fjarnám:
Húsasmiðir – 15
Kjötiðnaðarmenn – 1
Málari - 1
Málmsuðumenn – 20
Múrarar – 3
Rafvirkjar – 1
Rafeindavirki - 1
Stálsmiður - 1
Vélvirkjar – 2
Vélstjórar – stúdentar – 11
Stúdentspróf að loknu starfsnámi – 5
Meistarar – 10
Samtals: 69

Starfsbraut - 2

Margir nemendur ljúka námi af fleiri en einni braut og því verður 141 prófskírteini afhent á morgun til 121 nemanda. Skipting prófskírteina er sem hér segir: 

Stúdentar - 63
Sjúkraliðar - 6
Starfsbraut - 2
Iðnaðarmenn - 49
Vélstjórn 4. stig - 11
Meistarar - 10

Samtals: 141 prófskírteini