Bryndísar Klöru minnst í VMA
Fjölmargir nemendur og starfsmenn VMA minntust í gær Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum 30. ágúst sl. eftir stunguárás á Menningarnótt í Reykjavík, með því að klæðast bleiku, en bleikur var uppáhalds litur Bryndísar. Vilhjálmur Svanberg Arngrímsson tók þessar myndir í Gryfjunni.
Fjölskylda Bryndísar Klöru hefur stofnað minningarsjóð sem hefur þann tilgang öðru fremur að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Sjóðurinn mun styðja við verkefni og aðgerðir sem stuðla beint að aukinni velferð og öryggi ungs fólks í íslensku samfélagi.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru:
Kennitala: 430924-0600
Bankareikningur: 515-14-171717
Í dag er útför Bryndísar Klöru gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík. Blessuð sé minning hennar. Verkmenntaskólinnn á Akureyri sendir ástvinum hennar og vinum innilegar samúðarkveður.