Brynja Rán Eiðsdóttir sigraði Sturtuhausinn 2022!
Brynja Rán Eiðsdóttir sigraði Sturtuhausinn – söngkeppni VMA, sem fram fór í Gryfjunni í gærkvöld. Brynja flutti lag Amy Winhouse, Back to Black, með miklum glæsibrag. Í öðru sæti varð Aron Freyr Ívarsson. Hann flutti lag Matt Maltese As the World caves in. Í þriðja sæti varð síðan Hafdís Inga Kristjánsdóttir með lagið Drowning Shadows í flutningi Sam Smith.
Það var heldur betur vel mætt í Gryfjuna í gærkvöld og hreint frábær stemning. Enda full ástæða til, keppnin var frábær skemmtun og umgjörð hin glæsilegasta. Öllum sem að komu til mikils sóma.
Áður en sjálf keppnin hófst steig Eden B. Hróa, sigurvegari Sturtuhaussins 2021, á svið og söng sigurlagið sitt í fyrra, A Million Dreams úr kvikmyndinni The Greatest Showman.
Í nokkrum laganna í keppninni var undirspilið af bandi (playback) en í öðrum lögum var lifandi flutningur magnaðrar hljómsveitar sem var skipuð þeim Halldóri G. Haukssyni á trommur, Friðþjófi Ísfeld Sigurðssyni á bassa, Borgar Þórarinssyni á gítar og Eyþóri Alexander Hallssyni á hljómborð.
Kynnar kvöldsins voru Mikael Jens Halldórsson og Sandra Hafsteinsdóttir.
Í þriggja manna dómnefnd keppninnar í ár voru Erna Hildur Gunnarsdóttir, kennari og söngkona, Vala Eiríksdóttir, tónlistar- og útvarpskona, og Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur, sjónvarpsmaður, leikari og leikstjóri og söngvari í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum.
Að loknum flutningi laganna, á meðan beðið var eftir niðurstöðu dómnefndnar, tróð söngvarinn góðkunni, Jón Jónsson, upp og fór heldur betur á kostum. Tók nokkur af sínum þekktustu lögum og fékk salinn heldur betur í lið með sér!
Auk framangreindra í efstu þremur sætunum tóku þátt í Sturtuhausnum 2022:
Þórir Nikulás Pálsson – Find Yourself / Great Good Fine
Aðalheiður Alex Ósk Kristjánsdóttir – Numb / Linkin Park
Rannveig Lilja Ólafsdóttir – The Story / Brandi Carlile
Sveinn Sigurbjarnarson – Skinny / Kaleo
Óríon Bjarkason – Chasing Echoes / Poets of the Fall
Sigrún Dalrós Eiríksdóttir – Dog days are over / Florence + The Machine
Rannveig og Þórunn Helgadætur – The Rose / Bette Midler
Svavar Máni Geislason – Lítill drengur / Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Aþena Marey Ingimarsdóttir – Remember why you fell in love / Natalie Madigan
Mahaut Matharel og PBS – Hopelessly devoted to You / Olivia Newton John
Stórt hrós á alla keppendur og alla sem hafa unnið baki brotnu að því að undirbúa Sturtuhausinn 2022. Sannarlega eftirminnilegt fimmtudagskvöld í Gryfjunni.
Fjórir ljósmyndarar voru með myndavélar sínar á lofti á Sturtuhausnum og mynduðu í gríð og erg. Þetta voru Hilmar Friðjónsson kennari, Árni Már Árnason, fyrrv. nemandi við VMA, Elín Bára Jónsdóttir nemandi við VMA og Liv Sólrún Bastiansdóttir Stange nemandi við VMA.
Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2
Myndaalbúm 3
Myndaalbúm 4
Myndaalbúm 5 - Árni Már Árnason
Myndaalbúm 6 - Árni Már Árnason
Myndaalbúm 7 - Árni Már Árnason
Myndaalbúm 8 - Árni Már Árnason