Fara í efni

Buðu upp á bakkelsi frá Suður-Ameríku

Í Gryfjunni í gær - Andressa, Celimar, Feiruz, Haysmar og Fiora.
Í Gryfjunni í gær - Andressa, Celimar, Feiruz, Haysmar og Fiora.

Andressa Andrade E. Andrade, Celimar Yerlin Gamboa Maturet, Feiruz Nasser Morabito, Haysmar Ledosvkaya Rangel Blanco og Fiora Alessa Pacini Barragán eru í hópi nemenda af erlendum uppruna sem hafa stundað nám í VMA í vetur, m.a. lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli.

Þær ákváðu sem eilítinn þakklætisvott á síðasta kennsludegi vorannar í gær að bjóða þeim sem vildu að gæða sér á gómsætu bakkelsi sem þær bjuggu til og á ættir að rekja til heimalanda þeirra í Suður-Ameríku; Brasilíu, Venesúela og Kólumbíu.

Þetta var sannarlega skemmtilegt framtak og gómsætt var það góðgæti sem borið var á borð!

Þessar myndir voru teknar við þetta tækifæri í Gryfjunni í gær.

 

Hér eru uppskriftir:

Kólumbísk mango sulta

Hráefni

  • 4 mangó
  • 1/2 tsk sykur
  • kanill
  • negull
  • vatn

Aðferð

  1. Skerið niður mangóið og sjóðið það með kanil og negul
  2. Þegar mangóið er alveg maukað, aðskiljið kanil og negul og setjið í pott til að sjóða með smávegis af vatni sem mangóið var soðið í
  3. Látið sultuna þykkna

Venesúelískar pastelitos

Hráefni

  • Rifnar kjúklingabringur (soðnar)
  • 2 tómatar
  • 1 laukur
  • ½ paprika
  • krydd (cumin, paprika og season all)
  • salt
  • 10 ml af jurtaolíu
  • 1 dós tómatpúrra
  • 500 g hveiti
  • 250 ml af vatni
  • 60 ml af jurtaolíu

Undirbúningur:

Fylling: Sjóðið kjúklingabringurnar í potti þar til þær eru fulleldaðar. Rífið niður. Skerið tómata, lauk og papriku í litla ferninga og bætið á pönnu ásamt kryddi og um það bil 10 ml af olíu. Látið krauma, hrærið af og til með spaða þar til allt er fulleldað. Bættu síðan við rifnum kjúklingi og steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Við bætum salti eftir smekk, tómatmaukinu og aðeins af vatni. Látið það malla í nokkrar mínútur við meðalhita þar til það er næstum alveg þurrt. Síðan sett til hliðar og látið kólna.

Pastelitos deig í skál: Blandið sigtuðu hveiti og salti saman, gerið gat í miðjuna og bætið þar við 50 ml af olíu og vatni. Hrærið með sleif þar til hægt er að hnoða með höndunum. Hnoðið mjög vel í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið þétt og mjúkt. Við látum það bíða í skálinni í um það bil 30 mínútur. Að þeim tíma loknum er deigið og kjúklingurinn tekinn fram á ný. Við gerum litlar kúlur úr deiginu og fletjum þær út með kökukefli í litlar og þunnar hringlaga kökur. Skeið af kjúklingablöndunni er sett í miðjan hringinn, brotið í helming og innsiglað með því að pressa með gaffli niður báðar hliðar.

Þegar allar Pastelitos kökurnar eru tilbúnar er hægt að hita steikingarpottinn í 180 °C og þegar olían er orðin nógu heit eru kökurnar steiktar þar til þær eru brúnar á báðum hliðum. Svo er bara að njóta!

Torta de Tres leches (Þrjár mjólkurterta)

Hráefni

Botn

  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 bolli ósaltað smjör, við stofuhita
  • 1 bolli af sykri
  • 5 stór egg
  • 1/2 bolli nýmjólk
  • 1/2 tsk vanilluþykkni

Tres leches kremið

  • 1 dós (14 oz) þétt mjólk (unsweetened evaporated milk)
  • 1 dós (12 oz) niðursoðin mjólk (sweet condenced milk)
  • 1 bolli rjómi

Til að skreyta

  • 2 bollar af þeyttum rjóma og kanill (valfrjálst)

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið og stráið hveiti á 9x13 tommu plötu
  2. Blandið saman hveiti og lyftidufti í meðalstórri skál, setjið til hliðar
  3. Þeytið smjör og sykur í stórri skál þar til það er mjúkt. Bætið eggjum út í einu í einu, þeytið vel
  4. Bætið hveitiblöndunni saman við mjólkina og vanilluna í litlum hlutum. Blandið vel saman
  5. Hellið deiginu í mótið og bakið í 25-30 mínútur þar til tannstöngull kemur hreinn út
  6. Þegar kakan er tilbúin skal kæla í 5 mínútur og gata yfirborðið
  7. Blandið saman þéttri mjólk, niðursoðnu mjólkinni og rjóma í meðalstórri skál
  8. Hellið tres leches blöndunni yfir kökuna svo hún verði blaut og mjúk, hyljið hana með plastfilmu og kælið í a.m.k. 2 klukkustundir
  9. Toppið með þeyttum rjóma og kanil (valfrjálst) áður en kakan er borin fram

Biscoito de maizena

Hráefni

  • 2 bollar maismjöl (maizena)
  • 5 msk hveiti
  • 5 msk sykur
  • 3 msk kókosmjöl (fínt)
  • 150 gr smjör

Aðferð

  1. Öll þurrefni sett í skál og blandað vel
  2. Mjúku smjöri bætt við og blandað saman með höndunum
  3. Þegar deigið er orðið þétt er litlar kúlur mótaðar
  4. Færið kúlurnar á ofnplötu og ýtið létt ofan á þær með gaffli
  5. Bakið í forhituðum ofni við 180°C í 25 mínútur

Biscoito monteiro Lopes

Innihald:

Súkkulaði-sýróp

  • 2 msk kakóduft
  • 5 msk sykur
  • 2 msk vatn

Kökurnar

  • 1 bolli (250 gr) hveiti
  • 150 gr saltað smjör
  • 1 msk ískalt vatn
  • 100 gr sykur (til að strá yfir kökurnar)

Aðferð

Súkkulaðisýróp

  1. Setið kakóið, sykurinn og vatn á pönnu og blandað saman
  2. Hitað á meðalhita og hrært í þar til blandan er orðin að vel blönduðu sýrópi
  3. Takið af hitanum og sett í bolla og lagt til hliðar

Kökurnar

  1. Hveiti og smjör sett í skál og blandað saman með höndunum
  2. Köldu vatni bætt við og hnoðað í þétt deig
  3. Deiginu skipt í litlar kúlur, ca. 20 gr hver, og þær flattar út með höndunum
  4. Settar á bökunarplötu og hitað í forhituðum ofni við 170°C í um 30 mín eða þar til þær eru gylltar
  5. Kökunar teknar úr ofninum og velt upp úr sykrinum
  6. Hálfum kökunum dýft í súkkulaðisýrópið, svo aftur í sykurinn
  7. Berið fram

Brigadeiro (súkkulaðikúlur)

Innihald

  • 1 dós niðursoðin mjólk
  • 3 msk kakóduft
  • 1 msk smjör
  • Skrautsykur (til að dýfa kúlunum upp úr)

Aðferð

  1. Niðursoðin mjólkin, kakóið og smjörið sett í pott
  2. Hitað á lágum hita og hrært stöðugt í þar til blandan fer að skilja sig frá pottinum og það sést í pottinn í 2-3 sek þegar sleifin er dreginn eftir pottinum
  3. Slökkt undir og blandan sett á disk smurðan með smjöri
  4. Deigið kælt alveg áður en kúlur eru búnar til úr því
  5. Ef vill má velta kúlunum upp úr skrautsykri
  6. Sett í lítil möfifnsmót, ef vill
  7. Borið fram

-----

Nemendurnir í íslensku sem öðru máli hafa verið duglegir í vetur að baka og bjóða samnemendum sínum upp á eitt og annað frá sínum heimalöndum. Meðal annars bökuðu úkraínskir nemendur vel þekkt úkraínskt brauð sem ber nafnið Pampyshky.

Eftirfarandi er uppskriftin:

300 ml heitt vatn
1 tsk sykur
10 g þurrger
750 g hveiti
1,5 tsk salt
1 egg
70 g smjör
3-4 matsk sólblómaolía
4 hvítlauksrif
dill - eftir smekk

1. Hellið 250 ml af volgu vatni í djúpa skál. Bætið við sykri og geri og látið standa í 2 mínútur. Bætið síðan einum og hálfum bolla af hveiti og 1 tsk af salti út í, hyljið með handklæði og setjið á hlýjan stað.
2. Þegar deigið hefur tvöfaldast að stærð er egginu og smjörinu bætt út í og einnig afganginum af hveitinu. Hnoðið deigið vel, það á að vera teygjanlegt og festist ekki við hendurnar. Hyljið það með handklæði og látið standa á heitum stað í 60 mín til að lyfta sér.
3. Smyrjið hendurnar með jurtaolíu, hnoðið deigið og myndið litlar kúlur. Setjið þær á bökunarplötu, sem einnig skal smyrja með jurtaolíu. Til að gera brauðið dúnkennt skal hylja það aftur með handklæði og láta standa í 30 mín í viðbót.
4. Bakið í 20-25 mín við 200°C.
5. Hellið 4 msk af vatni í skál, bætið út í 2 msk af sólblómaolíu, pressuðum hvítlauk, fínsöxuðum kryddjurtum og salti eftir smekk. Þegar bollurnar eru bakaðar skulu þær penslaðar með blöndunni.