Búið að skipa í hlutverk í Ávaxtakörfunni
Það var heldur betur spenningur í loftinu í gær þegar leikarar í Ávaxtakörfunni hittust til fyrsta samlesturs á verkinu. Í síðustu viku voru prufur fyrir verkið og um helgina lá fyrir skipan í hlutverk og leikararnir boðaðir seinni partinn í gær þar sem Pétur Guðjónsson leikstjóri kynnti þeim vinnuna framundan.
Á samlestrinum voru einnig stjórnarmenn í Þórdunu, Jokka, aðstoðarleikstjóri og hægri hönd Péturs við uppfærsluna, og Sindri Snær Konráðsson sem hefur umsjón með þeim hluta æfinganna er lýtur að söngnum í sýningunni.
Skipan í hlutverk í Ávaxtakörfunni er sem hér segir:
Immi ananas: Helgi Freyr
Mæja jarðaber: Særún Elma
Eva appelsína: Embla Sól
Gedda gulrót: Arndís Eva
Palla pera: Vala Rún
Poddi pera: Eyþór Daði
Eplið: Alexandra Guðný Berglind
Guffi banani: Örn Smári
Grænu bananar: Steinar Logi og Freysteinn
Mandarínur: Harpa Lísa, Júlíus Elvar, Þórgunnur, Eygló og Unnur Eyrún (dans og bakraddahópur)