Byron Nicholai í heimsókn 17. október
Í dag, miðvikudaginn 17. október, heimsækir VMA ungur listamaður, Byron Nicholai að nafni, sem er hér á landi á vegum bandaríska sendiráðsins í tilefni af Arctic Circle ráðstefnunni sem fer fram 19. - 21. október í Hörpu í Reykjavík. Ráðstefnan hefst reyndar á Akureyri með dagskrá í Háskólanum á Akureyri í dag, 17. október. Sendiráðið óskaði sérstaklega eftir því að Byron fái að koma í VMA en hann verður með tónlistaratriði og spjallar við nemendur.
Þessi ungi maður er stjarna myndarinnar “I Am Yup’ik”, sem segir frá körfuknattleiksmönnum í litlu þorpi í Alaska. Byron hefur verið öflugur talsmaður vegna þeirra erfiðleika og áskorana sem samfélag hans og önnur norðurslóðasamfélög glíma við. Byron, sem er 19 ára, er einnig þekktur tónlistarmaður og dansari og hefur komið fram í Hvíta húsinu, á mörgum stórum tónlistarhátíðum, verið aðal umfjöllunarefni hjá NPR og fleiri fjölmiðlum. Hann hefur yfir 30.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum vegna blöndu hans af hipp-hoppi og hefðbundinni Yup’ik tónlist.
Byron Nicholai, “I Sing, You Dance”
https://www.facebook.com/I.Sing.You.Dance
Instagram: byronnicholai
SnapChat: byronnicholai
Youtube: I Sing. You Dance.
Við viljum virkja Gryfjuna með því að fá sem flesta í Gryfjuna kl. 10.30 en dagskráin er til kl. 11.15.