Datt í lukkupottinn og er spjaldtölvu ríkari
10.05.2017
Á grunnskólakynningu í VMA í lok mars var m.a. efnt til getraunar í rafiðnaðardeild um stærð á viðnámi eftir litakóða. Tvö hundruð krakkar tóku þátt í getrauninni og var nafn eins grunnskólanema dregið úr pottinum. Sá reyndist vera Björn Gunnar Jónsson frá Húsavík og fékk hann að launum spjaldtölvu sem Rafiðnaðarsamband Íslands gaf. Björn Gunnar kom á dögunum í heimsókn í VMA og vitjaði spjaldtölvunnar.
Rafiðnaðardeild VMA og Rafiðnaðarsambandið óska Birni Gunnari til hamingju og þakka öllum sem tóku þátt í getraunaleiknum.