Duttu í lukkupottinn á grunnskólakynningunni
Á grunnskólakynningunni í VMA sl. þriðjudag spreyttu nemendur sig á ýmsum þrautum.
Í fyrsta lagi gátu nemendur tekið þátt í svokölluðum vegabréfaleik. Nú hefur verið dregið úr vegabréfunum og eru eftirtaldir hinir heppnu og fá þeir sendan glaðning frá VMA: Gestur Einar Svalbarðsströnd, Sonja Lind Akureyri, Embla Dögg Akureyri, Katla María Þingeyjarsveit, Árdís Rún Húsavík, Gunnar Aðalgeir Akureyri, Mikael Matthíasson Akureyri, Ingunn Alda Akureyri, Ingunn Erla Akureyri og Emilía Kolka Akureyri.
Á málmiðnaðarbraut gátu nemendur spreytt sig í suðuhermi og söfnuðu stigum. Egill Bjarni Gíslason úr Brekkuskóla á Akureyri skoraði flest stig og fær að launum 10 þúsund króna gjafabréf frá veitingahúsinu Greifanum., Pétur Smári Víðisson úr Þingeyjarskóla varð í öðru sæti og vann sér inn 7 þúsund króna gjafabréf frá Greifanum og Þórunn Jóna Héðinsdóttir úr Giljaskóla á Akureyri varð í þriðja sæti og vann sér inn 5 þúsund króna gjafabréf á Greifanum.
Og síðast en ekki síst datt Samúel Jóhann Andreasson Nyman í lukkupottinn en nafn hans var dregið úr innsendum lausnum á getraun sem rafiðnaðarbraut stóð fyrir. Að launum fékk Samúel spjaldtölvu sem Samtök rafverktaka og Rafiðnaðarsamband Ísland gaf. Á þessari mynd er Samúel Jóhann hinn ánægðasti með spjaldtölvuna. Með honum á myndinni er Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðnaðarbrautar VMA og Árný Þóra Ármannsdóttir, námsráðgjafi VMA.