Einbeitt með teikniblýantinn
Grunnurinn þarf að vera traustur til þess að byggja ofan á hann. Hallgrímur Ingólfsson kennir nýnemum á listnáms- og hönnunarbraut grunnatriðin í teikningu. Þegar litið var inn í tíma hjá Hallgrími var hann að kenna öðrum af tveimur námshópum nemenda á fyrstu önn listnámsbrautar listina að munda teikniblýantinn. Verkefni dagsins fólst í því að yfirfæra í teikniblokkina mynd eftir ítalska endurreisnarmanninn Leonardo Da Vinci.
Það fór ekki á milli mála að verkefnið heillaði nemendur, þeir voru önnum kafnir og litu ekki upp úr verkefnum sínum. Hallgrímur segir að nemendahópurinn á fyrstu önn – sem í það heila er á milli 30 og 40 - sé mjög áhugasamur og vinni einstaklega vel.
Nám til stúdentsprófs á listnáms- og hönnunarbraut spannar sex annir og velja nemendur að fara á myndlistarlínu eða textíllínu.
Hér er lýsing á framangreindum teikniáfanga.