Einu sinni var ....
12.11.2021
Nemendur á þriðju önn í hársnyrtiiðn vinna skemmtilegt verkefni í iðnfræði. Það felst í því að þeir velja sér eitthvert ákveðið tímaskeið í veraldarsögunni, hvort sem það er hér innanlands eða erlendis. Síðan er lagst í rannsóknarvinnu þar sem sjónum er beint að tíðarandanum, tísku, fatnaði, hártísku, lífsstíl o.fl. Rannsóknarvinnunni er skilað í formi ritgerðar sem er síðan kynnt með glærukynningum. Þessar kynningar voru í gær, fimmtudag.
Hildur Salína Ævarsdóttir, kennari í iðnfræðinni, segir að nemendur hafi almennt lagt mikla vinnu í þetta verkefni og stutt kynningar sínar með ýmsum hlutum og fatnaði frá þeim tíma sem þeir völdu sér. Útkoman var sérlega skemmtileg eins og þessar myndir bera með sér.