ENDHAF - útskriftarsýning listnámsbrautarnema
Annað kvöld, föstudagskvöldið 25. apríl, kl. 20-22 verður opnuð í sal Myndlistafélagsins í Grófargili, norðan götunnar, sýning á lokverkefnum nemenda á listnámsbraut VMA. Sýningin, sem ber heitið „Endhaf“, verður einnig opin á laugardag og sunnudag kl. 13-16 báða dagana. Sautján nemendur sýna verk sín – 11 af hönnunar- og textílkjörsviði og 6 af myndlistarkjörsviði.
Verk nemendanna er afrakstur vinnu þeirra á þessari önn, sem er síðasti kjörsviðsáfanginn þeirra. Nemendur lögðu fram hugmyndir að verkum, gerðu verk- og tímaáætlun og unnu síðan verkin samkvæmt þeim. Hluti af áfanganum snýr að því að kynnast því að taka þátt í samsýningu – setja upp verk og fylgja þeim eftir til loka. Í dag, á sumardaginn fyrsta, hefjast nemendur handa við að setja upp verk sín á sýningunni í Listagilinu undir handleiðslu kennaranna tveggja sem hafa haft yfirumsjón með vinnu nemendanna, annars vegar Borhildar Ínu á hönnunar- og textílkjörsviði og hins vegar Guðmundar Ármanns á myndlistarkjörsviði.
Í upphaflegri tímaáætlun var gert ráð fyrir að sýningin yrði þessa daga og sú áætlun gekk sem sagt eftir, þrátt fyrir kennaraverkfallið. Borghildur Ína hrósar nemendum fyrir markvissa vinnu til þess að þetta skyldi ganga upp, þeir hafi unnið vel að sínum verkefnum á meðan á verkfallinu stóð.
Sem fyrr segir sýna sautján nemendur að þessu sinni. Verkefni þeirra eru eins fjölbreytt og þeir eru margir.
Nemendurnir eru:
Anna María Hallgrímsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir barnalínu með ugluþema – aðallitir eru fjólublár og gulur.
Arna Halldóra Rögnvaldsdóttir – myndlistarkjörsvið.
Sýnir þrjú myndverk þar sem fuglar eru mótíf.
Álfheiður Þórhallsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Verk Álfheiðar samanstendur af
brúðarkjól og brúðarmeyjukjól.
Dagbjört Guðjónsdóttir – myndlistarkjörsvið.
Sýnir málverk, unnið á krossviðarplötu – af ungri konu, blómum og höfuðkúpu.
Elín Sif Sigurjónsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir „samskiptaskáp“ sem hún
hannaði fyrir fjölskyldu sína.
Erika Jensen – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir skúlptúr sem samanstendur af líkani af listakonunni,
ljóði og gifsuðum höndi af fólki sem hafa mótað hana sem einstakling.
Erla Rún Sigþórsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir blöndu af skúlptúr og hátískufatnaði.
Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir föt sem hún hannaði og eru innblásin af ljósmyndum sem hún tók af skýjafarinu í Eyjafirði.
Harpa Ósk Lárusdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir kjól sem hún gerði með formi endurreisnarinnar en litir, munstur og efniviður koma hins vegar frá Hörpu Ósk. Verkið kallar hún
„Blátt og appelsínugult“.
Katrín Sif Antonsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir nútíma útgáfu af íslenska þjóðbúningnum – notaði aðallega laxaroð og satín í
kjólinn.
Kristín Guðjónsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Verkið, sem hún kallar
„Útúrsnúningur“, er fatalína sem hún hannaði út frá orðinu „flétta“. Verkið samanstendur af tveimur
kjólum, pilsi og bol.
Kristófer Páll Viðarsson – myndlistarkjörsvið.
Verkið nefnir Kristófer „Þögn“, sem varð til út frá tveimur ljóðum hans, sem hann nefnir annars vegar „Hyggja“ og hins vegar
„Þögn“. Til þess að draga fram nær liðinn tíðaranda eru upptökurnar færðar yfir á kassettu til þess að bjaga
hljómgæðin.
Sara Hermannsdóttir – hönnunar og textílkjörsvið.
Gerði upp 60-70 ára gamlan stól, litaði efnið sjálft með textíllitum, klippti niður í misþykkar ræmur og saumaði saman og
klæddi svo stólinn.
Sigríður Höskuldsdóttir – hönnunar- og textílkjörsvið.
Sýnir kjóla með
„chiffon“-þema.
Sindri Bansong Kristinsson – myndlistarkjörsvið.
Sýnir myndverk sem hann teiknaði eftir að hafa lesið og heyrt ljóðið „Raven“. Myndin var teiknuð með teikniborð og photoshop – einn
depill í einu. Gert í anda „pointilismans“.
Valgerður Jakobína Hjaltalín – myndlistarkjörsvið.
Sýnir tvö myndverk – norrænar gyðjur unnar á striga með blönduðum miðlum.
Þorvaldur Guðni Sævarsson – myndlistarkjörsvið.
Triptík akrýlmálverka ásamt altari með samskeyttum tónflutning rússneska kverkakórsins Phurpa og rússneska tónskáldsins Sofiu
Gubaidulinu.