Fara í efni

Ritlistakeppni Ungskálda

Ritlistakeppni Ungskálda er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára á Norðurlandi eystra. Vegleg peningaverðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Engar hömlur eru settar á hvers konar textum er skilað inn, hvorki varðandi efnistök né lengd. Textarnir þurfa að vera á íslensku og eigið frumsamið hugverk.

Skilafrestur á hugverkum í ritlistakeppnina er til miðnættis 31. október nk. Úrslit verða svo tilkynnt á Amtsbókasafninu á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, kl. 14.

Allar nánari upplýsingar á Ungskald.is