Sjö vikna starfsnám í Marseille
10.12.2018
Þann 16. september síðastliðinn fór Jóhannes Kristinn Hafsteinsson í sjö vikna vinnustaðanám til Marseille í Frakklandi í gegnum Erasmus+. Dvölin nýtist sem hluti af starfsnámi Jóhannesar, en hann er á námssamningi í matreiðslu á Icelandair hóteli í Mývatnssveit. Í Marseille tók franskur kokkaskóli á móti Jóhannesi en skólinn rekur einnig i veitingastaðinn L’AGAPÉ. Jóhannes starfaði þar í fimm vikur, en síðustu tvær vikurnar fékk hann einnig starfsreynslu á tveimur mismunandi veitingastöðum í Marseille og kynntist þannig fjölbreyttri franskri matreiðslu. Dvölin í Marseille mun því tvímælalaust nýtast vel í matreiðslunámi hans.