Fara í efni

Erfitt að fá bílastæði við VMA - leysum málið saman

Undanfarið hefur verið erfitt að fá bílastæði við VMA sem aldrei fyrr. Einnig hefur Akureyrarbær, sem á grasið norðan bílastæðis, ákveðið að sekta nemendur sem þar leggja sem hefur enn þrengt að öllum þeim sem hafa VMA sem vinnustað, nemendum sem kennurum. Undanfarið hefur verið erfitt að fá bílastæði við VMA sem aldrei fyrr. Einnig hefur Akureyrarbær, sem á grasið norðan bílastæðis, ákveðið að sekta nemendur sem þar leggja sem hefur enn þrengt að öllum þeim sem hafa VMA sem vinnustað, nemendum sem kennurum.



VMA tók heilshugar þátt í átakinu Nám er vinnandi vegur sem fólst í því að veita atvinnuleitendum og fólki á aldrinum 18-25 ára skólavist. Sökum þess eru um 100 nemendum fleira í skólanum á þessum tíma en alla jafna. Allir eru þeir á bílprófsaldri og því má gera ráð fyrir 50-80 fleiri bílar þurfi stæði umfram síðustu önn, til dæmis.

Í lögum er ekkert sem skyldar skóla til að útvega nemendum eða starfsfólki bílastæði og peningar til slíks mjög takmarkaðir, sérstaklega á niðurskurðartímum sem þessum. Það stendur því ekki til að fjölga stæðum við VMA, það er engin fjárveiting til slíks og reyndar horfur á að skera þurfi enn frekar niður í framhaldsskólum landsins. Sú fjárveiting sem fæst verður notuð í lögbundnar skyldur skólans.
Um 400 bílastæði eru við VMA núna en nemendur um 1300. Það þýðir að meðaltali þurfa um 3,25 að vera í bíl til að allir fái stæði ef enginn fer í strætó eða gengur. Sé þetta borið saman við aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu er staðan hér mjög góð og ekki hefur verið rætt um að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði eins og sumsstaðar tíðkast við framhaldsskóla (t.d. FÁ) til að fækka bílum.

Þau ráð sem skólastjórnendur hafa til nemenda og starfsmanna eru þessi:

1. Gangið í skólann ef það er mögulegt. Það er umhverfisvænt.
2. Hjólið í skólann á meðan fært er. Það eru komin ný reiðhjólastandar norðan skólans sem þegar eru komin í mikla notkun en í haust eru að jafnaði milli 40 80 reiðhjól við skólann sem er tvöföldun frá í fyrra. Það er umhverfisvænt.
3. Notið strætó. Á Akureyri er ókeypis í strætó sem er nánast einsdæmi í veröldinni. Það er umhverfisvænt.
4. Farið saman í bíl og deilið bílnum og um leið bensínkostnaði. Fyrir hvern þann sem deilir bíl, losnar eitt stæði.
5. Sýnum tillitsemi og virðum lóðir nágranna okkar með því að leggja ekki á einkastæði í kringum skólann t.d. við gulu blokkina.

Vinnum saman að því að leysa þetta mál.