Ert þú í 10. bekk? - Stefnir þú á VMA?
Þá gæti Matsönn 2013 verið eitthvað fyrir þig
Matsönn VMA í janúar-maí 2013
Á vorönn verður Matsönn VMA með þeim hætti að nemum 10. bekkjar grunnskóla er gefinn kostur á að sækja áfanga
í fjarnámi VMA enda sæki þeir líka um VMA í forinnritun í framhaldsskóla.
Matsönn er einskonar „aukaönn” ætluð grunnskólanemendum í 10. bekk, sem hafa ákveðið að sækja um skólavist í VMA
á komandi haustönn og hyggjast nýta sér sveigjanleika áfangakerfisins til að flýta námi sínu til almenns stúdentsprófs,
stúdentsprófs að loknu starfsnámi eða framhaldsskólanámi af hvaða tagi sem er. Einingarnar sem nemendur öðlast á matsönn verða
metnar og öðlast nemendur þannig rétt til þess að innrita sig í framhaldsáfanga í viðkomandi greinum þegar þeir hefja nám
í VMA að hausti eftir því sem við á.
Boðið er upp á áfanga í kjarnagreinum eins og ensku (ENS103), íslensku (ÍSL103), dönsku (DAN102), stærðfræði (STÆ102) en
einnig aðra áfanga eftir samkomulagi eins og 3.mál eða náttúrugreinar enda hafi nemi stundað nám í þeim greinum á efsta stigi.
Nemi þarf að hafa náð a.m.k. 8,0 í einkunn í 9. og/eða 10. bekk í þeim greinum sem sótt er um.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér og hjá námsráðgjöfum grunnskóla.
Lokapróf í fjarnámi fara fram fyrri hluta maí.
Nemendur greiða kr. 15.000, sem er innritunargjald haustannar og gjald fyrir nýnemaferð á haustönn.
Ath. Nemi verður að sækja um nám í VMA. Geri nemi það ekki verður hann tekinn af áfangalistum viðkomandi áfanga og litið svo á
að hann hafi sagt sig frá námi.
Nánari upplýsingar veita:
Svava Hrönn Magnúsdóttir (svava@vma.is), Ásdís Birgisdóttir (disa@vma.is) og Benedikt Barðason (bensi@vma.is )