FabLab-áfangi á haustönn
Nú á haustönn er í fyrsta sinn boðið upp á nýjan tveggja eininga valáfanga í FABLAB í þeim tilgangi að kynna möguleika í Fablab-smiðjunni.
Áfanginn er kenndur í dreifnámi, í blöndu af fjar-og staðnámi, utan stundatöflu. Megináhersla verður á kennslu á Inkscape forritið og notkun laser- og vinylskera.
Nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum gegnum áfangann á Innu, skila inn æfingum og vinna í forritinu verk til að útfæra svo í Fablabinu. Nemendur stýra sjálfir hraða námsins. Þegar öllum verkefnum og tölvuvinnu er lokið mæta nemendur í Fablabið til að búa til hlutina.
Opið val fyrir alla nemendur.
Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í áfangann með því að senda tölvupóst á vma@vma.is með nafn og kennitölu.
Stefnt er að því að byrja í vikunni 16.okt.-20.okt.