Fátt hægt að finna að VMA
Morgunblaðið birti frétt í gærkvöld þar sem fjallað er um úttekt sem gerð var á skólanum.
Góður starfsandi ríkir innan Verkmenntaskólans á Akureyri og eru samskipti starfsfólks við nemendur góð. Starfsánægjan
mælist há, kennarar hafa fjölbreytta menntun og faglegt frelsi þeirra er mikið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var á skólanum
fyrir mennta- og menningamálaráðuneytið.
Verkmenntaskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins utan Reykjavíkur. Í úttektinni er fátt fundið að starfseminni en meðal annars er bent
á að eitthvað sé um þunglyndi, kvíða og tölvufíkn meðal nemenda. Þá segir að á upptökusvæði
skólans skorti fleiri úrræði í sálfræði- og geðlæknisþjónustu.
Niðurskurður í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi hefur að miklu leyti komið niður á húsnæði og búnaði
skólans, en minna á faglegu starfi. Helstu styrkleikar skólans eru taldir gæðakerfi hans, fjölbreytt námsval, menntaðir kennarar, góð
þjónusta við nemendur með sérþarfir og almennt ánægðir nemendur.
Veikleikarnir eru hins vegar þeir, að dregið hefur úr endurmenntun kennara, opinn hugbúnaður í skólanum virðist þá hamla starfi á
sumum brautum, tæki þarfnast endurnýjunar og viðhalds.
Sjá frétt á mbl.is
mynd - mbl.is/Skapti