Fjarfundur í foreldrafélagi VMA - kynning á nemendaþjónustu skólans
24.11.2021
Miðvikudaginn 24. nóvember kl. 17-18 verður fundur í foreldrafélagi VMA. Á fundinum verður kynning á nemendaþjónustu skólans þar sem náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur og forvarnafulltrúi segja frá sínum störfum innan skólans og leiðbeina foreldrum varðandi nemendaþjónustuna. Foreldrum verður gefið tækifæri á að spyrja á fundinum sem verður fjarfundur í gegnum Teams.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Til að tengjast fundinum er smellt á þennan hlekk. Við verðum búin að opna fundinn aðeins fyrr til að hleypa fólki inn á hann. Ef þið lendið í vandræðum, sendið tölvupóst á netfangið huld@vma - hér er slóð á leiðbeiningar um það hvernig hægt er að tengjast fundi á Teams.
Foreldrafélag VMA