Fara í efni

Fjölbreytt NÁSS

Önnum kafin að lóða á rafbrautinni.
Önnum kafin að lóða á rafbrautinni.

NÁSS – náms- og starfsfræðsla er fastur liður á haustönn hjá nýnemum á starfsbraut og brautabrú. Þessi áfangi er, eins og nafnið gefur kynna, kynning á ólíkum brautum og námsleiðum í VMA. Þess eru mörg dæmi að NÁSS hefur vísað nemendum veginn í námsvali í framhaldinu og það er ekki síst hugmyndin með áfanganum.

Núna á haustönn hafa nemendur á brautabrú og starfsbraut verið á fimm starfsstöðvum í skólanum, 20 kennslustundir á hverri stöð. Námsbrautarnar/starfsstöðvarnar sem nemendur hafa kynnt sér á önninni eru matreiðsla, framreiðsla/Fab Lab stafræn smiðja, málmiðnaður, rafvirkjun og listgreinar.

Þegar litið var inn í kennslustundir í NÁSS á dögunum voru nemendur að fást við fjölbreytta hluti. Í rafvirkjuninni var verið að lóða, í eldhúsinu var fengist við eitt og annað í matreiðslunni, kennd var kokteilagerð og ýmis grunnatriði í framreiðslu, í listgreinunum voru nemendur að teikna eitt og annað og þrykkja myndir á boli.