Fjör á Hólavatni
Eins og vera ber var mikið fjör í árlegri nýnemaferð á Hólavatn í Eyjafjarðarsveit í gær. Undanfarin ár hefur skólinn boðið nýnemum í dagsferð á Hólavatn og á því var engin undantekning þetta árið. Og auðvitað var veðrið ljómandi gott. Farið var í ýmsa leiki og síðan grillað ofan í mannskapinn.
Þetta var fyrri nýnemaferðadagurinn af tveimur, enda nýnemahópurinn stór - sem næst 250 nýnemar. Seinni hópurinn fer á Hólavatn í dag og ef að líkum lætur verður gleðin aftur við völd og ánægjan skín úr hverju andliti.
María Sigurðardóttir tók þessar myndir á nýnemaferðinni í gær.
Og hér eru myndir sem Sigrún Fanney Sigmarsdóttir tókí ferðinni.
Hilmar Friðjónsson var líka á svæðinu og tók fullt af myndum:
Hilmar - myndaalbúm 1 - drónamyndir
Hilmar - myndaalbúm 2
Hilmar - myndaalbúm 3