Flensborgarhlaupið 17. september 2019
Hlaupaferð til Hafnarfjarðar
Þriðjudaginn 17. september næstkomandi verður haldin framhaldsskólakeppni í hlaupi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Boðið er upp á hlaup í tveimur vegalengdum, 5 km og 10 km, en framhaldsskólakeppnin fer fram í 10 km hlaupinu þar sem krýndur verður framhaldsskólameistari karla og kvenna auk þess sem dregin er út fjöldi verðlauna. Þar sem VMA er fullur af frískum og hraustum stelpum og strákum viljum við taka þátt í keppninni en ekki er skilyrði að hlauparar séu afreksíþróttamenn. Einungis er gert kröfu á að nemendur taki þátt og hafi gaman af.
Hlaupið hefst kl. 17:30 og verður lagt af stað að morgni dags og því gefst einhver frjáls tími við komu í borgina. Eftir hlaup er farið í sund, síðan borðað og mögulega verður einhver tími til að gera eitthvað fleira um kvöldið. Gert er ráð fyrir heimkomu eftir hádegi á miðvikudag.
Nemendur þurfa ekki að greiða fyrir farið suður en þeir greiða 750 krónur í keppnisgjald (þar sem sundferðin er innifalin) og greiða fyrir mat. Hægt er að fá gistingu í skólastofu í Flensborg en eins má gista hjá vinum og ættingjum og koma sér í Flensborg fyrir brottför á miðvikudag.
Áhugasamir skulu hafa samband við Önnu Berglindi enskukennara (annaberglind@vma.is) eða Völu forvarnarfulltrúa (vala@vma.is) sem fyrst því að einungis er takmarkaður sætafjöldi í boði. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is