Flott sýning á Lísu í Undralandi
Lísa í Undralandi var frumsýnd í Gryfjunni í VMA sl. laugardag og önnur sýning var á verkinu í gær, sunnudag.
Óhætt er að mæla sterklega með sýningunni, hún er mjög vel gerð á allan hátt. Leikarar standa sig mjög vel, sýningin flýtur vel áfram og umgjörðin er flott. Sérstaklega skal getið flottrar sviðsmyndar og búningarnir, förðun og hárgreiðsla er alveg sér kapítuli!
Þessar myndir voru teknar á frumsýningunni og eftir hana. Það var ríkjandi mikil frumsýningargleði, enda ástæða til. Leikfélag VMA og allir sem að sýningunni komu geta sannarlega borið höfuðið hátt með þessa flottu sýningu. Ekki var annað að sjá en að leikhúsgestir á öllum aldri skemmtu sér vel á frumsýningunni.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að bóka sig í hvelli á sýningarnar sem nú þegar hafa verið ákveðnar - nk. föstudag, 11. mars, kl. 18 og laugardaginn 12. mars kl. 15. Hér er miðasalan.