Flottir Gryfjutónleikar
12.04.2019
Það er ekki ofsögum sagt að mikið sé af hæfileikafólki á öllum sviðum í VMA. Af flottum Gryfjutónleikum í gærkvöld af dæma er enginn skortur á hæfileikaríku tónlistarfólki í skólanum.
Tónlistarfélagið Þrymur hafði veg og vanda að tónleikunum með þá Friðrik Pál Haraldsson og Ágúst Mána fremsta í flokki.
Hljómsveitina skipuðu Ágúst Máni á bassa, Valur Freyr á gítar, Jóel Örn á gítar, Ólafur Anton á trommur og Styrmir Þeyr á flygil/hljómborð. Um sönginn sáu Særún Elma, Örn Smári, Anton Líni, María Björk, Embla Björk, Embla Sól og Ásrún Ásta.
Árni Már Árnason var með myndavélina á lofti og tók þessar myndir á tónleikunum.