Flottir taktar í boccia
Áfram heldur heilsuvikan í VMA. Í dag eru nokkrir viðburðir – núna í morgunsárið, kl. 08:15 er jógatími hjá Sigríði Björk í M-11 og í löngufrímínútunum er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, en þá verður réttstöðulyftumót í samvinnu við Kraftlyftingafélag Akureyrar í Gryfjunni þar sem bæði kennarar og nemendur sýna hvað í þeim býr. Hápunktur heilsuvikunnar er síðan án efa Vorhlaup VMA sem hefst kl. 17:30 í dg við austurinngang skólans. Allar upplýsingar um það hér.
Í gær var skemmtilegur viðburður í heilsuvikunni. Merktur hafði verið bocciavöllur í Gryfjunni og gafst öllum sem áhuga höfðu kostur á því að spreyta sig í boccia. Óhætt er að segja að frábærir taktar hafi litið dagsins ljós. Boccia er einfaldur en jafnframt bráðskemmtilegur leikur og hann geta allir stundað. Hér má sjá reglur um boccia.