Förðun á starfsbraut
22.04.2024
Nemendur á starfsbraut fá að kynnast ýmsu á þeirra áhugasviði, þar á meðal er förðun. Núna á vorönn hefur Margrét Bergmann Tómasdóttir kennari, sem jafnframt er útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School, kennt níu nemendum undirstöðuatriðin í förðun. Punkturinn yfir i-ið var þegar nemendur fengu það verkefni að farða módel. Síðan voru myndir teknar af módelunum. Allt eftir kúnstarinnar reglum.
Tókst þetta mjög vel og þótti nemendunum og módelunum mikið til koma. Þessar myndir voru teknar þegar nemendur voru vinna með módelin sín.