Fara í efni

Frumkvöðlar kynntu vörur sínar á Glerártorgi

Sagnameistararnir í básnum sínum í gær.
Sagnameistararnir í básnum sínum í gær.
Nemendur í fyrirtækjafanga eða fyrirtækjasmiðju í VMA kynntu í gær á Glerártorgi ásamt nemendum í samskonar áfanga í MA þau þau fyrirtæki og vörur sem þau hafa verið að vinna að í áfanganum. Þrír hópar úr VMA kynntu sín fyrirtæki; í fyrsta lagi fyrirtækið sem framleiðir boli með orðagríni, í öðru lagi fyrirtækið sem framleiðir kanilsykur og í þriðja lagi fyrirtækið, sem hefur sett saman sögu með myndum fyrir börn.

Nemendur í fyrirtækjafanga eða fyrirtækjasmiðju í VMA kynntu í gær á Glerártorgi ásamt nemendum í samskonar áfanga í MA þau þau fyrirtæki og vörur sem þau hafa verið að vinna að í áfanganum. Þrír hópar úr VMA kynntu sín fyrirtæki; í fyrsta lagi fyrirtækið sem framleiðir boli með orðagríni, í öðru lagi fyrirtækið sem framleiðir kanilsykur og í þriðja lagi fyrirtækið, sem hefur sett saman sögu með myndum fyrir börn.

Grunnhugmynd að baki þessum áfanga er að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendurnir þróa viðskiptahugmynd og  undirbúa stofnun sinna fyrirtækja. Stofnun fyrirtækjanna er fjármögnuð með sölu hlutabréfa og unnin viðskiptaáætlun. Síðan er fyrirtækinu ýtt úr vör. Áhersla er lögð á að allt er lýtur að fyrirtækinu sé eins raunverulegt og kostur er.

Til stóð að bæði krakkarnir í VMA tækju þátt í fyrirtækjamessu í Smáralind 8.-10. mars sl., en af því gat ekki orðið vegna slæms veðurs og ófærðar. Því var úr að verkefnum nemenda beggja framhaldsskólanna á Akureyri var komið saman í eina fyrirtækjamessu á Glerártorgi.

Gaman var að sjá hversu vel hefur til tekist með allar þessar hugmyndir. Barnasagan fullsköpuð með skemmtilegum myndum sem nemandi á listnámsbraut teiknaði og bolirnir með sínum skemmtilega orðagríni vöktu athygli. Og ekki síður hefur sú einfalda hugmynd að framleiða tilbúinn kanislsykur vakið athygli. Sú hugmynd er unnin í samstarf við Ásbyrgi-Flóru á Akureyri og til stendur að það fyrirtæki þrói hugmyndina áfram á framleiðslustig. Nú þegar fæst kanilsykurinn í Bónus undir vöruheitir fyrirtækisins, Sacco. Í bæklingi um kanilsykurinn, sem lá frammi á Glerártorgi í gær kemur fram að aðstandendur fyrirtækisins hafi heyrt sögu af manni sem hefði keypt sér tilbúinn grjónagraut og uppgötvað að hann vantaði kanilsykur. Hann hafi þá gengið inn í ónefnda verslun og leitað að kanilsykri en án árangurs. Endaði hann því á því að borða grautinn sinn á kanilsykurs. „Við viljum koma í veg fyrir að svona gerist aftur!“

Með því að smella á eftirfarandi hlekk má sjá myndir sem voru teknar á Glerártorgi í gær.

http://www.myalbum.com/Album=ZW4TBYO6