Fyrirlestur Snorra Ásmundssonar í Ketilhúsinu
Í dag, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40, heldur Snorri Ásmundsson, listamaður, fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Lífsins listamaður. Þar mun hann fjalla um feril sinn í listinni og lífsreynslu.
Það væri synd að segja að Snorri Ásmundsson, sem er Akureyringur, hafi ekki hreyft við fólki með list sinni, bæði málverkum og ýmsum gjörningum, í gegnum tíðina
Hann hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði hér á landi og erlendis og vakið athygli þar sem hann hefur stigið niður fæti.
Snorri er einn af stofnenda og eigenda Kling og Bang gallerís og Leikhúss listamanna og hefur notið styrkja til þess að vinna að list sinni, bæði hér á landi og erlendis.
Fyrirlestur Snorra er í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsfyrirlestrar í Ketilhúsinu í vetur. Að þeim standa, auk Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagið, Myndlistarfélagið og Háskólinn á Akureyri.