Fyrsti skóladagur nýnema 17. ágúst kl. 13
Fimmtudaginn 17. ágúst mæta nýnemar í skólann kl. 13:00. Mæting er í Gryfjuna og þar verða nemendum skipt niður í hópa eftir umsjónarkennurum, hægt er að sjá umsjónarkennara í Innu. Mikilvægt er að allir nýnemar mæti. Foreldrum/ forráðamönnum er velkomið að koma með nemendum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst og þurfa nemendur að verða komin með rafræn skilríki áður en önnin hefst.
Til að efla samstarf heimilis og skóla eru forráðamenn nýnema boðaðir á rafrænan kynningarfund með námsráðgjöfum og stjórnendum á Teams fimmtudaginn 17. ágúst kl. 17:00, slóð á fundinn verður sett inn á heimasíðu skólans fimmtudaginn 17. ágúst.
Til að nemendur geti virkjað netfang og Office 365 pakkann þá þarf rafæn skilríki. Leiðbeiningar má nálgast hér á heimasíðunni - flettið upp flipanum tölvur og tækni. Það er búið að opna fyrir það að nemendur geti virkja aðgang sinn og tilvalið að prófa það áður en komið er í skólann á morgun.
Hlökkum til að hitta ykkur í VMA.
Sigríður Huld, skólameistari