Gengið að Skólavörðu
09.09.2022
Það hefur heldur betur verið veðrið að undanförnu til útivistar og það hafa nemendur í útivistaráfanga í VMA nýtt sér vel.
Í viku hverri er farið í einhverja krefjandi útivist og hreyfingu og í þessari viku var komið að því að ganga upp að Skólavörðu í Vaðlaheiði.
Ólafur Björnsson kennari tók þessar myndir í gönguferðinni. Þokan lá yfir Eyjafirðinum en ofan hennar var bjart og fallegt veður.