Gerðu Bölvunarsímann í kvikmyndaáfanga
03.05.2017
Bjartmar Jóhannsson og Friðbjörn Guðmundsson unnu núna á vorönn stuttmynd í áfanganum KVIKS12-1 hjá Örnu Valsdóttur. Myndina kalla þeir Bölvunarsíminn.
Í þessum kvikmyndaáfanga, sem var núna í boði í fyrsta skipti, hafa nemendur rýnt í kvikmyndasöguna út frá ýmsum sjónarhornum og fengið innsýn í heim kvikmyndanna. Þeir sáu búta úr mörgum eldri kvikmyndum og kynntu sér hugmyndir ýmsar merkar hugmyndir á þessu sviði, m.a. Camera Obscura Leonardo da Vinci. Áfanganum luku nemendurnir með gerð stuttmyndarinnar Bölvunarsímans – þeir unnu hana að öllu leyti sjálfir, áttu hugmyndina, tóku myndina upp og klipptu.
Hér er stuttmyndin Bölvunarsíminn.