Fara í efni

Gettu betur

Gettu betur lið VMA er nú í stífum æfingum með Baldri Sverrissyni þjálfara liðsins. Fyrsta umferð keppninnar fer fram á morgun, miðvikudaginn 8. janúar, kl. 18:00, og keppir lið VMA við Verkmenntaskóla Austurlands. VMA verður fjórða í röðinni, og áætlað er að þeirra keppni hefjist kl. 20:30. Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með og styðja okkar frábæra lið!

Gettu betur lið VMA 2025:

  • Þórir Nikulás Pálsson
  • Theodóra Tinna R. Kristínardóttir
  • Emilía Björt Hörpudóttir

Liðið hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi sínum undanfarnar vikur og hefur notið leiðsagnar Baldurs Sverrissonar, sem hefur þjálfað Gettu betur lið VMA líkt og í fyrra.

Liður í undirbúningnum var spennandi keppni milli Gettu betur liðsins og kennaraliðsins, sem fram fór í Gryfjunni í dag, þriðjudaginn 7. janúar, kl. 9:40. Þrátt fyrir harða baráttu stóð kennaraliðið uppi sem sigurvegari.

Kennaraliðið:

  • Helga Jónasdóttir, aðstoðarskólameistari
  • Daníel Freyr Jónsson, íslenskukennari
  • Börkur Már Hersteinsson, líffræðikennari

Spyrill keppninnar var Hlynur Blær Tryggvason, nýnemafulltrúi Þórdunu, en um stigaskráningu og tímavörslu sáu Hulda Þórey Halldórsdóttir, formaður Þórdunu, og Sólveig Birna Elísabetardóttir, viðburðastjóri VMA.