Brautskráningarnemar dimmiteruðu!
Loksins, loksins gátu brautskráningarnemar gert sér glaðan dag. Síðustu tvö skólaár hafa þeir ekki getað dimmiterað og fagnað þannig námslokum en í dag var loksins komið að því. Brautskráningarnemar á þessu ári - við vorútskrift í þar næstu viku og í desember nk. - dimmiteruðu í dag.
Eins og hefð er fyrir hittust nemendur snemma í morgun við skólann og síðan lá leiðin heim til kennara til þess að kveðja þá með formlegum hætti. Aftur lá leiðin í skólann og var efnt til leikja- og sönghátíðar í Gryfjunni þar sem nemendur og kennarar skemmtu sér í reiptogi og ýmsum leikjum. Að venju var punkturinn settur yfir i-ið með kaffi og bakkelsi í A-álmu fyrir brautskráningarnema og starfsfólk.
Hér eru myndir sem Árni Már Árnason tók í dag
Og hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson tók:
Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2
Myndaalbúm 3
Myndaalbúm 4
Myndaalbúm 5
Og hér er svo myndband sem Dagný Hulda Valbergsdóttir vann.
Þetta var sannarlega skemmtilegur dagur og langþráður.
Á morgun, föstudaginn 13. maí, er síðasti kennsludagur en brautskráning verður annan miðvikudag, 25. maí.