Glíma við sveinspróf í stálsmíði
Í þessari viku eru haldin sveinspróf í stálsmíði í húsnæði málmiðnaðardeildar VMA. Fimm verðandi stálsmiðir þreyta prófið. Skriflega prófið var sl. miðvikudag og í gær og dag er verklegi hluti prófsins.
Sveinsprófinu er skipt upp í fimm þætti: Skriflegt próf, teikniverkefni, smíðaverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið. Hver þáttur prósins er metinn sérstaklega og þurfa próftakar að standast alla þætti prófsins til þess að ljúka sveinsprófinu.
Prófsýning verður að 5-6 vikum liðnum.
Þeir sem taka að þessu sinni sveinspróf í stálsmíðinni á Akureyri og má sjá á meðfylgjandi mynd Harðar Óskarssonar eru: Einar Valmundsson, Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson, Kristinn Haraldur Guðlaugsson, Kristinn Snær Haraldsson og Þorgrímur Jóhann Halldórsson.