Góð gjöf frá Rönning
19.05.2014
Forráðamenn Rönning komu á dögunum færandi hendi og afhentu rafiðnaðardeild VMA að gjöf kennslubúnað í forritanlegum raflagnakerfum.
Forráðamenn Rönning komu á dögunum færandi hendi og afhentu rafiðnaðardeild VMA að gjöf kennslubúnað í forritanlegum raflagnakerfum.
Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðnaða, segir að hér sé um afar mikilvæga og góða gjöf að ræða sem komi sér vel og hann er Rönning afar þakklátur fyrir. Óskar Ingi segir að fram til þessa hafi deildin haft yfir að ráða kennslubúnaði fyrir forritanleg raflagnakerfi sem dugaði fyrir átta vinnustöðvar en með þessari gjöf séu vinnustöðvarnar orðnar tólf, sem auðveldi mjög alla kennslu.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Haraldur Pétursson, forstjóri Rönning, Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðna, Hjalti Jón Sveinsson skólameistari og Friðbjörn Benediktsson, rekstrarstjóri Rönning á Akureyri.