Góð gjöf Securitas til rafiðnaðarbrautar
16.02.2016
Fulltrúar Securitas á Akureyri komu á dögunum færandi hendi í VMA og færðu rafiðnaðarbraut tvö brunaviðvörunarkerfi, þjófaviðvörunarkerfi, aðgangsstýringu og vöktunarmyndavél.
Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðngreina, er afar þakklátur fyrir þessa góðu gjöf Securitas. Hann segir að rafiðnaðarbrautin hafi haft eldri búnað frá Securitas sem er kominn til ára sinna en þessi nýi búnaður geri það að verkum að nú sé unnt að kenna nemendum á þann búnað sem þeir muni nota úti á vinnumarkaðnum.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar gjöfin var afhent. Frá vinstri: Ari Baldursson, kennari rafiðngreina, Securitas-mennirnir Þórður Friðriksson og Jón Aðalsteinn Davíðsson og Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðngreina.